Færsluflokkur: Kvikmyndir

Þeim var ætlað að lifa, en fengu það ekki

Á meðfylgjandi myndbandi segja nokkrar konur frá reynslu sinni af fóstureyðingum. 

"Kynfræðsla" hefur aukið tíðni ótímabærra þungana hjá unglingsstúlkum, sem í mjög mörgum tilfellum hefur orðið til þess að þær eru hvattar til og/eða þvingaðar í fóstureyðingu.  Þeim er talin trú um að fóstrið sé ekki barn heldur einhverskonar vefur eða aðskotahlutur sem hægt sé að fjarlægja svona nánast eins og að kreista fílapensil.

Konurnar sem tjá sig á myndbandinu hafa aðra sögu að segja, hvet ég alla til að sjá og hlusta, með bæði augu og eyru opin.

 

  

 

Dr. Alveda King, frænka Dr. Martin Luther King, Jr. hvetur hlustendur til að velja lífið.  Ég vil taka undir þau orð hennar og segja:  Veldu lífið.

Fyrir þær konur sem lifa í sjálfsfyrirdæmingu vegna þess að þær hafa farið í gegnum fóstureyðingu, þá er mikilvægt til að játa út sekt sína og viðurkenna skömmina eða hina vondu tilfinningu, biðja Guð að fyrirgefa sér og heiðra síðan minningu einstaklingsins sem fékk ekki að lifa.

Í 1. Jóhannesarbréfi, 1. kafla 9. versi, stendur: "Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti".

Að velja lífið er ekki að gleyma barninu sem ekki fékk að lifa, heldur að fyrirgefa, fyrirgefa þeim sem þrýstu á fóstureyðinguna og að fyrirgefa sjálfum sér.  Þegar við gefum Guði líf okkar, sársauka og vonbrigði, játum syndir okkar og sekt, þá mætir Hann okkur.  Það er fagnaðarerindið.

 

Tómas Ibsen Halldórsson.

Áður birt á vef hans, tibsen.blog.is.

Endurbirt hér, í tæka tíð fyrir verzlunarmannahelgina! með góðfúslegu leyfi hans.


Um bloggið

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • Fóstur 20 vikna
 • 20 vikna fóstur
 • ..._13_1299472
 • 1178324855adb16
 • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 77
 • Sl. sólarhring: 77
 • Sl. viku: 165
 • Frá upphafi: 32452

Annað

 • Innlit í dag: 45
 • Innlit sl. viku: 98
 • Gestir í dag: 43
 • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband