Færsluflokkur: Matur og drykkur

Aðstoð við einstæðar mæður er mun meiri en margar þungaðar konur vita

Of lítil almenn þekking er á þeirri margvíslegu aðstoð sem einstæðum mæðrum er veitt hér á landi. En með útbreiddri vanþekkingu um þann stuðning, sem stendur til boða, aukast einmitt líkur á fóstureyðingu sem úrkosti. Eins og nú mun vera farið að afgreiða þessi mál, þ.e. með fljótlegu krossaprófi í stað lengra viðtals við félagsráðgjafa, þá er hætt við að umsækjendur um aðgerðina fái ekki að vita allar þær staðreyndir sem aukið gætu óvænt við valkosti þeirra.

Í reynd og í flestum tilvikum blasir engin fjárhagsleg eymd við konu, sem eignast sitt barn, þótt einstæð sé, því að ýmis opinber og annar stuðningur stendur henni til boða, sem hér má upp telja (þótt fleira komi eflaust til, m.a. stuðningur ættingja): 

  1. meðlag föðurins (en greiðslur tryggðar af opinbera kerfinu), þ.e. 26.081 kr. [og hækkandi í takt við verðlag] á mánuði á hvert barn í 18 ár,
  2. barnabætur, sem eru hærri til einstæðra en annarra; eru að mestu tekjutengdar og greiddar með börnum til 18 ára aldurs; óskertar barnabætur til einstæðra foreldra eru með fyrsta barni 240.000 kr. á ári og með hverju barni umfram eitt 246.000; ótekjutengd viðbót vegna barna yngri en 7 ára (barnabótaauki) er 58.000 kr. á ári; en nú stendur það til hjá stjórnvöldum að hækka barnabætur;
  3. mæðralaun (til einstæðrar móður sem er búsett á Íslandi og hefur á framfæri tvö börn sín eða fleiri undir 18 ára aldri): laun vegna tveggja barna: 7.550 kr. á mánuði, vegna 3 barna eða fleiri: 19.630 kr. á mánuði.
  4. barnalífeyrir - árlegur barnalífeyrir með hverju barni er 259.884 kr. eða 21.657 kr. á mánuði (greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef foreldri er látið eða er elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi; einnig geta einstæðir foreldrar sótt um barnalífeyri í stað meðlags ef ekki er hægt að feðra barn (getur t.d. átt við um tæknifrjóvgun), nánar hér! 
  5. Einnig eru til greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, sjá hér!
  6. fæðingarorlof eða (í færri tilvikum) fæðingarstyrkur; mánaðarlegar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til foreldris í fullu fæðingarorlofi eru 80% af meðaltali heildarlauna eða reiknaðs endurgjalds fyrir tiltekin tímabil vegna barna sem fæðast á árinu 2014 og síðar, þó aldrei hærri en 370.000 kr.; mánaðarleg greiðsla í fæðingarorlofi til foreldris í 50-100% starfi er aldrei lægri en 135.525 kr.; mánaðarleg greiðsla í fæðingarorlofi til foreldris í 25-49% starfi er aldrei lægri en 97.786 kr.; fæðingarstyrkur: mánaðarlegur fæðingarstyrkur til foreldris í fullu námi (75-100% nám) er 135.525 kr.; mánaðarlegur fæðingarstyrkur til foreldris utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi er 59.137 kr.
  7. umtalsverðir húsaleigustyrkir sveitarfélaga (m.a. með viðbót vegna hvers barns), og eru þeir til dæmis: þar sem eign viðkomandi er ein milljón, árstekjur 2,4 milljónir, en leigan 150.000 kr. á mán.: 22.000 kr. húsaleigustyrkur til þeirra sem eru með ekkert barn, 36.000 til þeirra sem eru með eitt barn, 44.500 til þeirra sem eru með tvö börn og 50.000 kr. til þeirra sem eru með þrjú börn eða fleiri (sjá nánar í innleggi hér á eftir greininni).
  8. möguleiki á húsnæði á viðráðanlegu verði hjá Félagi einstæðra foreldra, Stúdentagörðum, Sjálfsbjörgu og sveitarfélögum,
  9. forgangur einstæðra foreldra að leikskólum,
  10. stórlega niðurgreidd leikskólagjöld, lægri en hjá hjónum (gjaldið er innan við 15% af útlögðum kostnaði margra hinna stærri sveitarfélaga, en eitthvað hærra í sumum),
  11. matvæli og fatnaður frá mæðrastyrksnefndum, Fjölskylduhjálpinni, Rauða krossinum o.fl.
  12. Þá má einnig nefna félagslega styrkjandi samstarf brjóstagjafarmæðra og þjónustu mömmumorgna (við ýmsar kirkjur). 
Kalla má allt þetta verulega kjara- eða lífsgæðabót fyrir einstæðar mæður og börn þeirra.

Brjóstagjöf mikilvæg fyrir allt lífsskeið okkar og samfélagið sjálft

 

  • Brjóstagjöf til lengri tíma leiðir til þess að börn verði sjálfstæðari þegar þau verða eldri, að sögn Arnheiðar Sigurðardóttur, aðjúnkts á heilbrigðisvísindasviði HÍ, og brjóstagjafarráðgjafa.
  • Hún segir að í brjóstamjólkinni séu efni sem styrkir varnarkerfi líkamans. „Ónæmiskerfi barnsins er að þroskast frá tveggja til fjögurra ára aldurs, eftir því hvaða sérfræðing þú spyrð,” segir Arnheiður. 

Þetta eru ánægjulegar áherzlur í stað þeirra einna sem miðast við að koma konum sem fyrst út á vinnumarkaðinn; en þáttur í þessu síðastnefnda er sú heilsufarslega ranga skoðun, að faðirinn eigi að hafa rétt á jafn löngu fæðingarorlofi og móðir barnsins, sem þó þarfnast einmitt mest sinnar móður.

  • Arnheiður segir að konur sem séu lengi með börn sín á brjósti verði fyrir fordómum í samfélaginu. „Við ættum að vera duglegri að hrósa konum sem eru lengi með börn á brjósti. Það er svo mikill sparnaður af þessu fyrir heilbrigðiskerfið," segir Arnheiður. (Aftur úr Mbl.is-fréttinni.)

Menn eiga að taka mark á því þegar vísindakona eins og Arnheiður talar um þetta grundvallandi mikilvæga mál fyrir allt lífsskeið okkar og samfélagið sjálft.

Þá má einnig minnast þess, að talið er, að brjóstagjöf virki sem e.k. náttúrleg getnaðarvörn (þetta er sett hér fram með fyrirvara, þar sem undirritaður er ekki þetta andatakið með þær heimildir tiltækar, þar sem þetta kom fram). Myndu þá sumir foreldrar vilja nýta sér þessa leið sem a.m.k. auka-valkost, af heilbrigðasta tagi, í sínum ábyrgu fjölskylduáætlunum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hrósa ætti konum fyrir brjóstagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Fóstur 20 vikna
  • 20 vikna fóstur
  • ..._13_1299472
  • 1178324855adb16
  • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.12.): 78
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 166
  • Frá upphafi: 32453

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband