Reynt með fagurgala að stuðla að fjölgun fósturdeyðinga í Póllandi

Innfjálg talar þingkona um "að ör­ugg­ar fóst­ur­eyðing­ar séu nauðsyn­leg­ur þátt­ur í rétti kvenna til and­legs og lík­am­legs sjálf­stæðis." Þar er meintum hagsmunum móður att gegn lífshagsmunum afkvæmis hennar. Í reynd hefur móðir engan rétt til að ráðstafa lífi nokkurs barna sinna, hvorki fæddra né ófæddra.

Nú hyggjast pólskir þingmenn ekki gera undantekningu frá banni við fósturdeyðingum í tilfelli sifja­spella. Ófætt barn náinna skyldmenna ber enga ábyrgð á líferni þeirra og ætti að njóta fullkominna griða.

Konur á Austurvelli í gær báru m.a. skilti þar sem talað var um bann við fósturdeyðingum sem "stríð gegn konum", en fæstar, ef nokkrar geta kallazt fórnarlömb ágengra aðgerða stjórnvalda. Hins vegar fór Móðir Teresa með rétt mál, þegar hún talaði um fósturdeyðingar sem "stríð" gegn hinum ófæddu; í því stríði er milljónum að ósekju fórnað í hverjum mánuði.

Í bréf­inu til pólskra þingmanna hvetur Ásta Guðrún Helga­dótt­ir, þingmaður Pírata, þá til að "standa vörð um sjálfs­ákvörðun­ar­rétt kvenna," en ekki verður meintur réttur einnar mannlegrar veru til að taka líf annarrar saklausrar með neinni sanngirni kallaður eðlilegur.

Þeir, sem eru ábyrgir fyrir getnaði barns, eiga að bera sína ábyrgð: að taka við barninu og veita því sína umhyggju. Kynlíf átti aldrei að verða einskær leikur til nautnar án ábyrgðar.

Það er ekki "sjálfs­ákvörðun­ar­réttur" að faðir löðrungi barn sitt, ekki fremur en það sé "sjálfs­ákvörðun­ar­réttur" móður að láta enda líf einhvers barna sinna, hvort heldur fyrir eða eftir fæðingu.

Og læknastéttin á að sinna lækningum, ekki að framfylgja ranglátum dauðadómi yfir blásaklausum.


mbl.is „Þetta skiptir okkur miklu máli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • Fóstur 20 vikna
 • 20 vikna fóstur
 • ..._13_1299472
 • 1178324855adb16
 • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 77
 • Sl. sólarhring: 77
 • Sl. viku: 165
 • Frá upphafi: 32452

Annað

 • Innlit í dag: 45
 • Innlit sl. viku: 98
 • Gestir í dag: 43
 • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband