Hálf milljón manns hið minnsta mótmælir fósturdeyðingum í Washington! Geysileg stemming

Fyrst nú eru verulegar líkur á því, að bandarísk stjórn­völd beiti sér af fullu afli gegn fóstur­deyð­ingum, í nokkrum mæli a.m.k. eða á vissum sviðum, einkum með því að stöðva þá ósvinnu að skattfé fólks sé sett í þessa lífs­fjand­sam­legu starfsemi.

... Flest­ir mót­mæl­end­ur styðja Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, enda hef­ur hann gefið út að hann styðji bar­áttu þeirra. BBC grein­ir frá

Í fyrsta skipti veitti full­trúi Hvíta húss­ins mót­mæl­end­un­um áheyrn, en Kellyanne Conway, helsti ráðgjafi Trumps, sagði við mann­fjöld­ann: „Trump styður bar­áttu ykk­ar“. (Mbl.is) 

Abortion

Þetta eru gleðileg umskipti frá því að hafa Obama og Hillary Clinton við völd, þau sem studdu með virkum hætti fósturdráp allt fram að fæðingu! (sjá fyrri greinar hér).

Hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn Joi Hulecki sagði um þær kon­ur sem fara í fóst­ur­eyðingu: „Við dæm­um þær ekki. Við vilj­um bara hjálpa þeim.“

Þetta er rétta viðhorfið. Fyrst og fremst ber að vinna af alhug að því björgunarstarfi sem hér er þörf á og hefur lengi verið, sbr. að ...

Je­anne Manc­ini, fram­kvæmda­stjóri mót­mæl­anna full­yrti að 58 millj­ón fóst­ur­eyðinga hefðu átt sér stað í Banda­ríkj­un­um frá því að lög um fóst­ur­eyðingu voru samþykkt. (Enn frá Mbl.is)

Sjá einnig grafið (tölulegt yfirlit í Bandaríkjunum 1973-2012) sem birtist með þessari grein: Furðuleg kvenréttindi.

"Umhyggja fyrir mannlegu lífi og hamingju, gagnstætt eyðingu þess, er hið eina réttmæta markmið góðrar ríkisstjórnar." Svo mælti Thomas Jefferson, þriðji forseti Bandaríkjanna (1801-1809) og aðalhöfundur sjálfstæðisyfirlýsingar þeirra, nánar hér. Var til þessara orð hans vitnað í stefnuskrá Borgaraflokksins fyrir alþingis­kosningar 1987 og einnig í grein undirritaðs í Morgunblaðinu 22. apríl 1987: Hvers vegna að ganga til liðs við Borgaraflokkinn? - Lífsverndarmálið í öndvegi (og frh. þar á næstu blaðsíðu).

Anti-abortion protesters rally in Washington on Friday.

En það var gríðarleg stemming á þessum útifundi nýliðins föstudags í Washington, eins og sést af þessum myndum.

JVJ.


mbl.is Mótmæltu fóstureyðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Fóstur 20 vikna
  • 20 vikna fóstur
  • ..._13_1299472
  • 1178324855adb16
  • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.12.): 78
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 166
  • Frá upphafi: 32453

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband