Lennart Nilsson látinn

Lenn­art Nils­son var gæfumaður að hafa komið á framfæri sínum nákvæmu, fallegu myndum af ófæddum börnum og allt frá frumfósturskeiði, en ljós­mynda­bók hans, Barn verður til, kom út árið 1965 og í íslenzkri þýðingu Guðrúnar Svans­dóttur 2004 (Vaka-Helgafell, 240 bls.) Texti bókarinnar er eftir Lars Hemberger, prófessor í kven­sjúk­dóma­fræðum við háskólann í Gautaborg.

Verkið seld­ist í millj­ón­um ein­taka, en mynd­irn­ar sýna með ein­stök­um hætti hvernig fóst­ur þrosk­ast í móðurkviði.  

Hann notaði nýja tækni þegar hann tók mynd­ir af blóði og æðum í manns­lík­am­an­um á sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar. Nokkru eft­ir að bók­in kom út kom í ljós að fóstr­in sem hann myndaði voru lát­in. Upp­haf­lega hélt fólk að um lif­andi börn væri að ræða. (Mbl.is)

Og rétt er það hjá sama fréttamiðli, að "þeir sem lögðust gegn fóst­ur­eyðing­um notuðu mynd­ir Nils­son og vísuðu til þeirra í bar­áttu sinni," enda eru þetta talandi myndir, augnaopnandi enn þann dag í dag, þótt myndefnið hafi verið dáin fóstur.

3 #$!@%!# 1(13)

Nils­son var í miklu sam­starfi við Karól­inska-sjúkra­húsið í Svíþjóð og er þekkt­ur fyr­ir verk sín á sviði lækna­vís­ind­anna. Hans er minnst sem fyrsta ljós­mynd­ar­ans sem festi AIDS-vírus­inn á filmu og SARS-vírus­inn sem hann gerði með nýrri tækni. (Mbl.is)

Lennart Nilsson ljósmyndari. Og nú var að berast fregn af því, að þessi heimsfrægi, vísindalega sinnaði ljósmyndari er nýlát­inn, 94 ára að aldri. Blessuð sé minning hans.


mbl.is Ljósmyndarinn Nilsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • Fóstur 20 vikna
 • 20 vikna fóstur
 • ..._13_1299472
 • 1178324855adb16
 • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 77
 • Sl. sólarhring: 77
 • Sl. viku: 165
 • Frá upphafi: 32452

Annað

 • Innlit í dag: 45
 • Innlit sl. viku: 98
 • Gestir í dag: 43
 • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband