Rúmlega fimmfalt fleiri andvígir ţví en hlynntir ađ auka heimildir til fóstureyđinga. Ráđherrar hvor öđrum skelfilegri!

Á Útvarpi Sögu (vefnum) var skođ­ana­könnun frá hádegi í gćr til hádegis í dag og spurt: Á ađ auka heim­ild­ir til fóst­ur­eyđinga? Til­efniđ er til­laga nefnd­ar ađ leyfa ţćr ađ lok­um 22. viku ađ ósk konu! En ţjóđ­in er svo sann­ar­lega ekki ađ biđja um ţetta! Niđur­stöđurnar í nefndri könnun urđu sem hér segir:

NEI sögđu 77,01%.

JÁ sögđu 14,68%.

HLUTLAUSIR voru 8,31%.

En heilbrigđisráđherra, Óttarr Proppé, tók viđ tillögum nefnd­arinnar (sem ganga jafnvel lengra en hér kom fram) međ ţeim fráleitu orđum, ađ ţakkarverđ vćri skýrsla nefndar­innar "um ţetta mikilvćga málefnasviđ ţar sem augljóslega hafi veriđ byggt á góđri yfirsýn og breiđri fagţekkingu" (sic).

Hann segir ţađ nokkuđ augljóst ađ löggjöf um ţau málefni sem um rćđir sem ekki hafi tekiđ neinum efnislegum breytingum frá upphafi, ţ.e. í rúm fjörutíu ár, ţarfnist endurskođunar: „Samfélagiđ er gjör­breytt, viđhorfin önnur og forrćđis­hyggja sem stendur sjálfs­ákvörđ­unar­rétti kvenna fyrir ţrifum ćtti ađ heyra sögunni til,“ segir Óttarr. (Útvarpsaga.is)

Ţarna hefur hann talađ, Óttarr Proppé, foringi "Bjartrar framtíđar" (án svo marga barna, sem átt gćtu jafnvel kost á framtíđar­lífi međ núverandi löggjöf, en EKKI međ ţeirri löggjöf sem nú er lögđ til!). 

Óttarr gefur sér "sjálfs­ákvörđ­unar­rétt kvenna" til ađ ákveđa um tortímingu ófćddra barna sinna allt til loka 22. viku međgöngu!!! En fóstriđ er ekki móđirin, fóstriđ er ekki partur af líkama konunnar, eđa síđan hvenćr hefur nokkur kona veriđ fjórfćtt, međ tvö höfuđ, tvö ónćmiskerfi, tvo blóđflokka, tvö genakerfi, fjögur augu og tvo munna, herra fáfrćđiráđherra? En ţú vilt gefa konunni einrćđis- og dauđadóma-úrskurđarvald yfir ófćddu barni sínu og lćkninum síđan, sem tekur ađ sér ađ gera ţetta af meintum félagslegum ástćđum (eđa reyndar af hennar einnar geđţóttaástćđum, ţótt engin lćknifrćđileg rök mćli međ verknađinum), honum viltu gefa böđulsréttinn yfir ţessu ófćdda barni! En hver gaf ţér og ţessu barni í móđurkviđi lífsréttinn annar en Guđ almáttugur?

Lítum á nokkrar myndir af fóstrum á ţessu skeiđi:

 Hönd fósturs – 12 vikum eftir getnađ Fótur fósturs – 12 vikum eftir getnađ

 Fóstur – Ţremur og hálfum mánuđi eftir getnađ (18-19 vikna)

 Andlit fósturs – 5 mánuđum eftir getnađ

 Fóstur – 5 mánuđum (rúmri 21 viku) eftir getnađ. Ţađ nýtur engra griđa hjá núverandi heilbrigđisráđherra, ef hann ćtlar ađ framfylgja ofangreindri yfirlýsingu sinni og ef almenningur og ţingheimur á Alţingi lćtur hann komast upp međ ţađ! En full ástćđa er til ađ mynda fjöldahreyfingu gegn ţessu, og hefur iđulega veriđ mótmćlt af fullri hörku viđ Alţingishúsiđ af miklu léttvćgara tilefni.

Alveg er ljóst, ađ ţeir, sem gera ekkert í málinu, ţegja eđa láta vera ađ beita sér gagnvart ţingmönnum sínum, eru međ ađgerđarleysi sínu ađ stuđla ađ ţeim fjöldadrápum verulega ţroskađra fóstra, sem um rćđir í tillögum ţessarar dćmalausu nefndar. En í nefndinni sitja ţrír ađilar, Sóley Bender (sjá um hana hér), Jens A. Guđmundsson lćknir og femínistinn Guđrún Ögmundsdóttir, en báđar hafa ţessar konur setiđ lengi í stjórn "Frćđslusamtaka um kynlíf og barneignir", sem jafnvel formlega eru bein deild í eđa útibú frá International Planned Parenthood, mestu fósturdeyđingasamtökum heims, ţeim sem Trump forseti Bandaríkjanna var ađ svipta alríkisstyrk til ađ stuđla ađ fósturdeyđingum í ţriđja heiminum. Obama-stjórnin veitti ţeim samtökum árlega 100 milljóna dollara alríkisstyrk í ţví skyni af skattfé almennings! Yfir 80% Bandaríkjamanna eru andvígir ţeirri misnotkun á ríkisfé. Samt hefur utanríkisráđherra Íslands (meintur sjálfstćđismađur!) látiđ sér sćma í yfirlćti sínu ađ skamma Trump vegna ţessarar ákvörđunar, sem hann hefur fullt vald til, en ekki umbođslaus Guđlaugur Ţór Ţórđarson til ađ berjast gegn ákvörđun forsetans til bjargar ófćddum börnum!

Sjálfum hefur ţessum Frćđslusamtökum um kynlíf og barneignir tekizt ađ soga út ríkisstyrki til starfs síns međ ţrýstingi á Alţingi.

Ótrúleg handvömm var ţađ hjá Kristjáni Ţór Júlíussyni, fyrrv. heilbrigđisráđherra, ađ hafa skipađ ţessar ţrjár persónur, sem allar voru fyrir eindregiđ yfirlýst stuđningsfólk fósturdeyđinga, í nefndina, einar saman. ENGAN málsvara átti ófćdda barniđ í nefndinni, en hins vegar eru einhver grimmustu fósturdeyđingasamtök heims, IPP, međ 2/3 nefndarmanna!

Hvers lags lífsvernd er ţađ af ţinni hálfu, Kristján Ţór?! Léztu örsmáan ţrýstihóp narra ţig til ađ fela ţeim allt vald til ađ gera út um örlög ótal ófćddra íslenzkra barna? Telurđu ţađ í samrćmi viđ vilja sjálfstćđismanna almennt? Segđu nú eitthvađ, mađur, sittu ekki úti í horni ţegjandi, ţegar ţessi ósvinna ríđur yfir. Sýndu, ađ ţú í alvöru ţvoir hendur ţínar af ţessum drápsáformum sem sú nefnd, sem ţú sjálfur skipađir, leggur til ! (Gera má ráđ fyrir, ađ frumvarp eftirmannsins Óttars komi bráđlega fram.)

Vilji fyrrv. heilbrigđisráđherra og sá núverandi ekki trúa niđurstöđum skođanakönnunar Útvarps Sögu, er hér međ skorađ á ţá ađ láta fara fram nýja könnun á afstöđu almennings til sömu spurningar.

Myndirnar eru af vefsíđu Lífsverndar.

Sjá einnig deydd fóstur á 13.-24. viku međgöngu; myndirnar stćkka, ef smellt er á ţćr.  

Jón Valur Jensson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergţór Heimir Ţórđarson

Ţar sem ég hreinlega nenni ekki ađ reyna ađ rökrćđa ţungunarrof, fóstureyđingu, fósturdeyđingu eđa hvađ fólk vill kalla ţessa ađgerđ viđ ţig ţá ćtla ég ađ sleppa ţví. Mig langar hins vegar ađ spyrja ţig einnar spurningar sem tengist efni greinarinnar.

Trúir ţú ţví ađ hlustendur Útvarps Sögu og/eđa ţátttakendur í skođanakönnunum ÚS sé ţađ góđur ţverskurđur íslensku ţjóđarinnar ađ skođanakannanir framkvćmdar af ÚS séu marktćkur mćlikvarđi á vilja ţjóđarinnar?

Bergţór Heimir Ţórđarson, 1.3.2017 kl. 03:46

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ekki fyllilega marktćkur mćlikvarđi, hlustendahópurinn er t.d. helzt í hópi miđaldra og aldrađra. En ţegar svo afgerandi úrslit eru (rúml.5:1), held ég ađ engum blöđum sé um ţađ ađ fletta, ađ eindreginn meirihluti ţjóđarinnar hljóti ađ vera á móti ţví ađ auka heimildirnar til fósturvíga.

Jón Valur Jensson, 6.3.2017 kl. 15:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • Fóstur 20 vikna
 • 20 vikna fóstur
 • ..._13_1299472
 • 1178324855adb16
 • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 78
 • Sl. sólarhring: 78
 • Sl. viku: 166
 • Frá upphafi: 32453

Annađ

 • Innlit í dag: 46
 • Innlit sl. viku: 99
 • Gestir í dag: 44
 • IP-tölur í dag: 43

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband