Opinber fósturmorð á dagskrá Alþingis í gær og áfram!

Rætt var um fósturdeyðingar í heilar FIMM KLUKKU­STUNDIR á Alþingi í gær, þótt lítt hafi náð inn í fréttir fjölmiðla! Mikil þátt­taka var í umræðunum. Frumvarp SS heil­brigðis­ráðherra (393. mál) var samþykkt að gengi til velferðar­nefndar þingsins. Þeim finnst það víst mikið velferðarmál, sumum þingmönnum, að konur eða foreldrar geti látið opinberan starfsmann drepa sín ófæddu börn! En sú stefna er andkristileg, fordæmd í kristinni siðfræði allt frá upphafi kristindóms, en ætli Alþingi hlusti á það?

Fylgzt verður nánar með þessu þingmáli hér áfram í dag og upplýst um ræðuhöld undir kvöldið í gær (kl. 15:53-18:52) og seinna um kvöldið (kl. 20:02-22:02).

Ein skæðasta andkristna og efnishygggjulega þingkonan í þessu máli er ritari Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (sú sem einnig brást herfilega í Marokkó-fólksflutningamáli SÞ), og er henni þar illa í ætt skotið, komin af kristnu fólki eins og hún er.

Birgir Þórarinsson guðfræðingur, þingmaður Miðflokksins, á þarna góðar fyrirspurnir, en stendur sig enn slælega sem kristinn maður, ver ekki hina ófæddu sem honum ber, miðað við t.d. hina opinberlega staðfestu stefnu Þjóðkirkjunnar (sjá HÉR). 

Eini þingmaðurinn, sem kemur á óvart þarna um einarða lífsvernd (það litla sem ég er kominn í yfirferð um þingræðurnar), er Inga Sæland, og heiður sé henni fyrir það, hún talar þarna af virkilegri réttlætiskennd, ólíkt þeim, sem hér hafa verið nefnd. Hér er ein af ræðum Ingu um málið, frábær raunar.

Þingmenn "Viðreisnar", Hanna Katrín Friðriksson og Jón Steindór Valdimarsson, taka í þessu máli andkristna og feministíska afstöðu, jafnvel mjög gróflega (Jón Steindór gælir við að leyfa fósturdráp lengur en til loka 22. viku, sýnir þar andlegan skyldleika sinn við Hillary Clinton og B. Obama!).

Þingmenn Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Halldóra Mogensen, eru með sína herskáu feministísku afstöðu í málinu, og hvorugu þeirra virðist koma það við, að kristindómurinn hefur frá upphafi, á 1. öld, fordæmt fósturdráp rétt eins og útburð barna.

JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Júlí 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • Fóstur 20 vikna
 • 20 vikna fóstur
 • ..._13_1299472
 • 1178324855adb16
 • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.7.): 0
 • Sl. sólarhring: 13
 • Sl. viku: 473
 • Frá upphafi: 0

Annað

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 361
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband