Laugardagur, 25. maí 2019
Réttur móður - réttur fósturs
MENNTAMÁLANEFND þjóðkirkjunnar (form.: Ólafur Haukur Árnason, áfengisvarnaráðunautur) lét að beiðni biskups álit í té um fóstureyðingar. Þessir menn sömdu álitið: Sr. Jónas Gíslason, lektor, dr. Björn Björnsson, prófessor, Sævar Guðbergsson, félagsráðgjafi, sr. Arngrímur Jónsson og sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fer álitið hér á eftir:
Í tilefni umræðna þeirra, er orðið hafa um fóstureyðingar vegna framkomins frumvarps á alþingi, leyfum við okkur að minna á ýtarlega umsögn um þetta mál, sem send var alþingi og fjölmiðlum árið 1973, um leið og við bendum á eftirfarandi atriði:
1. Viðhorf okkar til fóstureyðinga hljóta að mótast af lífs- og manngildismati kristinnar trúar, þar sem rétturinn til llfs er undirstaða allra mannréttinda. Þessum rétti fylgir sú skuldbinding að virða jafnan rétt allra manna til lífs. Virðing ein nægir þó hvergi. Nauðsynlegt er að tryggja hverjum manni þennan rétt með þvl að skapa honum viðunandi lífsaðstæður.
2. Fóstur er mannlegt líf í móðurkviði. Réttur þess markast af tilveru þess einni saman án tillits til þess, hversu langt eða skammt það er komið á þroskaferli sínum til fæðingar sem fullburða mannsbarn. Við leggjum áherzlu á, að réttur fósturs til lífs sé viðurkenndur og þeim rétti ekki ruglað saman við annan rétt.
3. Við teljum um alvarlegan misskilning að ræða, þegar það er talið vantraust á konum og skerðing á sjálfsákvörðunarrétti þeirra, ef sjálfdæmi þeirra um líf fósturs er ekki virt í þessu. Þá er ekki litið á fóstur sem sjálfstætt líf, heldur aðeins sem hluta af lffi og líkama móður. Krafan um frjálsa fóstureyðingu að ósk konu miðar við þann vanda, að barn sé óvelkomið, og sá vandi skal leystur með dauða barnsins. Hér er krafizt einhliða réttar til að ákvarða líf og dauða.
4. Við erum þeirrar skoðunar, að vernda beri frjálsan ákvörðunarrétt einstaklingsins. Í mannlegu samfélagi eru frelsi einstaklingsins þó ætíð takmörk sett, og almennri löggjöf er fyrst og fremst ætlað að tryggja gagnkvæman rétt einstaklinganna. Í löggjöf um fóstureyðingu á þetta sjónarmið tvímælalaust að koma fram í því, að fyllsta tillit sé tekið til réttar móðurinnar og réttar fóstursins. Við teljum, að réttar fóstursins sé ekki gætt í löggjöf, þar sem aðeins er sett sem skilyrði, að aðgerð sé framkvæmd fyrir 12. viku meðgöngu.
5. Löggjöf um fóstureyðingar er í hverju landi vísbending um, hvern rétt menn ætla fóstrinu og hve dýru verði þeir selja þennan rétt. Það er álit okkar, að löggjöf um fóstureyðingar, sem virðir að vettugi rétt fóstursins, gangi í berhögg við kristna trú og almenna skoðun á mannréttindum.
(Birt m.a. í Morgunblaðinu 22. apríl 1975.)
Meginflokkur: Fóstur, ófædd börn, fósturdeyðingar | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Konur, kvenréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:23 | Facebook
Um bloggið
Lífsréttur
Nýjustu færslur
- Beyoncé lærði samlíðan með ófæddu barni sínu sem dó. Hvenær l...
- Vert er minna á efnismikla grein um lífsverndarbaráttu á stjó...
- Aðsent frá konu sem sjálf hafði misst fóstur 22ja vikna
- Forn speki Hávamála um gildi lífs allra, þ.á m. alvarlega fat...
- Planned Parenthood lögsækir lífsverndarfólk vegna afhjúpana o...
- Femínistakonur, þið hafið verið blekktar!
- Dæmi um erfiða viðleitni lífsverndarsinna í USA (myndband frá...
- Jákvæðar fréttir: Trumpstjórnin tekur ríkisframlög af fósturv...
- Leggja til stjórnarskrárbrot með fósturvígsfrumvarpi
- Af Katrínu öfgafemínista og rétti ófæddra
- Katrín Jakobsdóttir í takmörkuðum tengslum við tilfinningar f...
- Mike Pence og Katrín Jakobsdóttir
- Stendur séra Bjarni Karlsson með Mike Pence í málefnum ófæddr...
- Skoðið myndina!
- Vanþekking er hættuleg -- skeinuhætt saklausum!
Færsluflokkar
- Abortion
- Bandaríkin
- Bloggar
- Bænir
- Börn og barneignir
- Down's syndrome
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fólksfjölgun og mannfækkun
- Fóstur, ófædd börn, fósturdeyðingar
- Heimskommúnisminn
- Kjaramál
- Konur, kvenréttindi
- Kvikmyndir
- Lífsrétturinn, mannréttindi
- Lífstíll
- Líknardráp (evþanasía)
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Vændi
- Öfgastefnur og hryðjuverk
Eldri færslur
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- Júlí 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
Tenglar
Mikilvægar greinar
- Fósturdeyðinga-ólögin nr.25/1975
- Um neyðargetnaðarvörn rangfærslum og lögleysu mótmælt Tveir starfsmenn heilbrigðiskerfisins fóru með staðlausa stafi, en eru kveðnir hér í kútinn
- Heilbrigt metnaðarmál Stutt grein, en mikilvæg ungu fólki
- Dr. William Liley: Minnsta mannsbarnið Kaflar úr grein eftir þennan lækni og prófessor í lífeðlisfræði ófæddra og nýfæddra barna
- Sir William Liley - ævi hans og störf að rannsóknum og lækningum á ófæddum börnum Liley er kallaður faðir fósturfræðinnar
- Móðir Teresa: Kærleikurinn byrjar í fjölskyldunni Ávarp Móður Teresu til útifundar lífsverndarmanna í Lundúnum
Lífsverndarmál
- Lífsvernd ófæddra er kristin skylda Grein JVJ í Fréttabl. 8.1.2019
- Lífsverndarmál, vefmappa á bloggsíðiu JVJ Tugir eða hundruð greina eða pistla sem fjalla um eða koma inn á þessi mál
- Lífsvernd, Facebókar-vefsíða 207 meðlimir 7.10.2013
- Facebókarsíða Valkosta - Samtaka um úrræði við ótímabærum þungunum Þetta er mjög lofsvert framtak (fyrst og fremst kvenna) til að bjóða upp á mannúðlegri úrræði en fósturdeyðingu
- Ófæddir, lífsvernd vefmappa á Krist.blog.is Hér er að finna marga tugi pistla um lífsverndarmál
- Myndir af fóstrum á vefsíðu Lífsverndar Lífsvernd (lifsvernd.is): samtök (að mestu kaþólsk) sem vinna með bænastarfi og fræðslu að lífsvernd ófæddra
- Fyrstu vikur lífsins Rekur þroskaferil mannslífs í móðurkviði (með mynd)
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
krist
-
jonvalurjensson
-
diva73
-
rosaadalsteinsdottir
-
tibsen
-
bassinn
-
arabina
-
zeriaph
-
emilkr
-
olafurthorisson
-
johanneliasson
-
einarbb
-
pallvil
-
heimirhilmars
-
valdimarjohannesson
-
bjartsynisflokkurinn
-
hannesgi
-
undirborginni
-
jonmagnusson
-
axelaxelsson
-
zumann
-
gmaria
-
thjodfylking
-
jensgud
-
jvj
-
mofi
-
omargeirsson
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
stendors
-
valur-arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.12.): 78
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 32453
Annað
- Innlit í dag: 46
- Innlit sl. viku: 99
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.