Réttur móður - réttur fósturs

MENNTAMÁLANEFND þjóðkirkjunnar (form.: Ólafur Haukur Árna­son, áfeng­is­varna­ráðu­naut­ur) lét að beiðni biskups álit í té um fóstur­eyð­ingar. Þessir menn sömdu álitið: Sr. Jónas Gísla­son, lektor, dr. Björn Björns­son, pró­fessor, Sævar Guð­bergs­son, félags­ráðgjafi, sr. Arn­grímur Jónsson og sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fer álitið hér á eftir:

Í tilefni umræðna þeirra, er orðið hafa um fóstur­eyðingar vegna fram­komins frum­varps á alþingi, leyfum við okkur að minna á ýtarlega umsögn um þetta mál, sem send var alþingi og fjölmiðlum árið 1973, um leið og við bendum á eftirfarandi atriði:

1. Viðhorf okkar til fóstureyðinga hljóta að mótast af lífs- og manngildismati kristinnar trúar, þar sem rétturinn til llfs er undirstaða allra mannréttinda. Þessum rétti fylgir sú skuldbinding að virða jafnan rétt allra manna til lífs. Virðing ein nægir þó hvergi. Nauðsynlegt er að tryggja hverjum manni þennan rétt með þvl að skapa honum viðunandi lífsaðstæður.

2. Fóstur er mannlegt líf í móðurkviði. Réttur þess markast af tilveru þess einni saman án tillits til þess, hversu langt eða skammt það er komið á þroskaferli sínum til fæðingar sem fullburða mannsbarn. Við leggjum áherzlu á, að réttur fósturs til lífs sé viðurkenndur og þeim rétti ekki ruglað saman við annan rétt.

3. Við teljum um alvarlegan misskilning að ræða, þegar það er talið vantraust á konum og skerðing á sjálfsákvörðunarrétti þeirra, ef sjálfdæmi þeirra um líf fósturs er ekki virt í þessu. Þá er ekki litið á fóstur sem sjálfstætt líf, heldur aðeins sem hluta af lffi og líkama móður. Krafan um frjálsa fóstureyðingu að ósk konu miðar við þann vanda, að barn sé óvelkomið, og sá vandi skal leystur með dauða barnsins. Hér er krafizt einhliða réttar til að ákvarða líf og dauða.

4. Við erum þeirrar skoðunar, að vernda beri frjálsan ákvörðunarrétt einstaklingsins. Í mannlegu samfélagi eru frelsi einstaklingsins þó ætíð takmörk sett, og almennri löggjöf er fyrst og fremst ætlað að tryggja gagnkvæman rétt einstaklinganna. Í löggjöf um fóstureyðingu á þetta sjónarmið tvímælalaust að koma fram í því, að fyllsta tillit sé tekið til réttar móðurinnar og réttar fóstursins. Við teljum, að réttar fóstursins sé ekki gætt í löggjöf, þar sem aðeins er sett sem skilyrði, að aðgerð sé framkvæmd fyrir 12. viku meðgöngu.

5. Löggjöf um fóstureyðingar er í hverju landi vísbending um, hvern rétt menn ætla fóstrinu og hve dýru verði þeir selja þennan rétt. Það er álit okkar, að löggjöf um fóstureyðingar, sem virðir að vettugi rétt fóstursins, gangi í berhögg við kristna trú og almenna skoðun á mannréttindum.

(Birt m.a. í Morgunblaðinu 22. apríl 1975.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • Fóstur 20 vikna
 • 20 vikna fóstur
 • ..._13_1299472
 • 1178324855adb16
 • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 78
 • Sl. sólarhring: 78
 • Sl. viku: 166
 • Frá upphafi: 32453

Annað

 • Innlit í dag: 46
 • Innlit sl. viku: 99
 • Gestir í dag: 44
 • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband