Þetta var í fréttum!

"Sífellt minni eftirspurn er eftir rykföllnum skoðunum þessa hóps"!

Ólöf Skaftadóttir, annar ritstjóri Frétta­blaðsins, lætur Ólínu Þor­varð­ar­dótt­ur, fyrr­ver­andi þing­mann Sam­fylk­ing­ar­innar, Ragnar Önundar­son, fyrr­ver­andi banka­stjóra, og fleiri af eldri kyn­slóð­inni heyra það í leið­ara sínum, m.a. vegna and­stöðu við­kom­andi aðila við þung­unar­rofs­frumvarpið [sic] og þriðja orkupakkann.

"Þeim er greinilega farið að svíða, sem undir sig míga." --Ragnar sendir Ólöfu tóninn.

Vikublaðið Mannlíf, 7. júní 2019.

ESB-Fréttablaðið hefur tekið eindregna afstöðu gegn lífs­rétti ófæddra barna, í skrifum allmargra blaða­manna þar, en málin yfirleitt ekki skoðuð í kjölinn með því að velta fyrir sér eðli og réttindum ófæddra -- yfirleitt látið nægja að sniðganga með öllu slíkar grundvallar­spurningar!

Og það eru vitaskuld engin rök að tala um lífs­verndar-skoðanir sem "ryk­fallnar". Hvar og hvernig á að beita slíkum geðþóttamælikvarða?! Fólk í áhrifastöðu, eins og þessi Ólöf, á ekki að flagga svona billegum málflutningi. Þeim mun meira sem kunnugt er orðið um undursamlega lífsþróun hinna ófæddu, þeim mun betur sést mennskt eðli þeirra og siðferðislegt tilkall til lagaverndar. En Ólöf þessi kýs að búa við sína myrku, já, formyrkvuðu vanþekkingu.

Menn þurfa að vera á verði gagnvart áróðri þessa blaðs, ekki síður í því máli en orkupakkamálinu, sem blaðið er mjög hlynnt, eins og Evrópusambandinu yfirhöfuð í öllum sínum skrifum. Þetta eru ekki málsvarar fullveldis Íslands, þjóðarréttinda og framtíðarkynslóða þessa lands!

JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • Fóstur 20 vikna
 • 20 vikna fóstur
 • ..._13_1299472
 • 1178324855adb16
 • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 77
 • Sl. sólarhring: 77
 • Sl. viku: 165
 • Frá upphafi: 32452

Annað

 • Innlit í dag: 45
 • Innlit sl. viku: 98
 • Gestir í dag: 43
 • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband