Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

Ósigur fósturverndar í forsetakosningum í Bandaríkjunum

Obama vann kosningarnar. Kristin siđgćđismál fengu bćđi ţannig og í samhliđa sérkosningum enn frekari áföll, en fáeina sigra um leiđ.

Sorglegt var ađ sjá affćringu Silju Báru Ómarsdóttur á baráttu bandarískra lífsverndarsinna og málefnastöđu fósturdeyđingasinnans Obama í fréttaskýringum Sjónvarpsins, og litlu skár innréttađur gagnvart lífsrétti hinna ófćddu var hinn fróđi mađur sem sat hjá henni í sama ţćtti.

241 sinni hefur Obama kosiđ gegn fósturvernd, og ţađ varđar löggjafarmálefni sem ná alveg fram ađ fćđingu. Ekki kom ţetta fram í máli hins hlutdrćga, ESB-sinnađa ofurfemínista Silju Báru Ómarsdóttur, sem "vitaskuld" lítur á ţađ sem "réttindi kvenna" ađ fá ađstođ lćkna á opinberum launum viđ ađ deyđa fóstur sitt! Um ţetta mál allt og fleiri, sem hér er tćpt á, geta menn lesiđ fróđlegar fréttir ýmsar á vefsetrinu LifeNews.com.

Kjósendur í Massachusetts virđast hafa kosiđ naumlega, 51:49%, gegn ákvćđi sem leyft hefđi međ lögum ađ liđsinna fólki til líknardauđa (euthanasia); af um 2,5 millj. greiddra atkvćđa ţar munađi ađeins um 29.000 á andstćđum fylkingum í ţessu máli, sjá nánar hér. Ríkiđ hefđi orđiđ hiđ ţriđja í röđinni međ slíka löggjöf, ef ţetta hefđi náđ í gegn.

Stóri ósigurinn er kjör Obama, enda hefur hann vald til skipunar hćstaréttardómara, og ţar međ dregst ţađ enn, ađ réttlćtiđ nái fram ađ ganga í hćstarétti, međ ţví ađ hnekkja sem mest hinum illrćmda Roe vs. Wade-dómi frá 1973.

Annar lífsverndarósigur var í Flórída, ţar sem tillaga um ađ banna notkun opinberra sjóđa til ađ kosta fósturdeyđingar var felld, líklega međ um 55:45%, en tillagan hefđi ţurft 60% atkvćđa til ađ ná fram ađ ganga í löggjöf Flórída, sjá hér). Sumir ţeirra, sem telja (ţvert gegn kristnum siđabođum, til dćmis), ađ kona hafi siđferđisvald yfir ófćddu mannslífi sem hún ber undir belti, átta sig samt alveg á ţví, ađ ţetta jafngildir ekki kröfu um, ađ ríkiđ og ţar međ ađrir skattborgarar taki beinan ţátt í ţessu međ ţví ađ kosta tiltćkiđ. Hér er einmitt um einn sóknarvettvang ađ rćđa fyrir lífsverndarsinna bćđi á alţjóđlegum og íslenzkum vettvangi, t.d. í kristnum stjórnmálaflokki.

Frá Montana kom nú sú gleđifrétt, ađ samţykkt var lagaákvćđi sem heimilar foreldrum ađ verđa látnir vita, ef dóttir ţeirra er ađ leita eftir fósturdeyđingarađgerđ (sjá hér). Montana verđur ţannig 38. ríki Bandaríkjanna međ slíka löggjöf, ađeins 12 hafa ţetta "allt frjálst" eins og tíđkast hér í heiđindómi íslenzkra stjórnarhátta.

Sjá um allt ţetta og fleira nýjustu fréttir á vefsetrinu LifeNews.com.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Mega kosta fóstureyđingar međ almannafé í Flórída
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um bloggiđ

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Júlí 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • Fóstur 20 vikna
 • 20 vikna fóstur
 • ..._13_1299472
 • 1178324855adb16
 • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.7.): 0
 • Sl. sólarhring: 13
 • Sl. viku: 473
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 361
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband