Bloggfćrslur mánađarins, júní 2013

Demókratar reyna međ ofríki ađ koma í veg fyrir lífsvernd 20 vikna fóstra og eldri!

Ţađ er óhugnanlegt ađ hlusta á fagnađarlćti demókrata á áhorfendabekkjum ríkisţingsins í Texas, ţegar tekizt hafđi međ málţófi ađ stöđva lagafrumvarps sem átti ađ banna dráp á 20 vikna fóstrum og eldri. Svo mikill er fósturdeyđingahugur ţessa ofstćkisfólks, ađ jafnvel fimm mánađa barn í móđurkviđi má ekki vera ţar óhult fyrir drápstólum manna sem ţvert gegn hefđbundnum lćknaeiđum nota ţekkingu sína til ađ vinna lífinu tjón.

  Andlit fósturs, fimm mánuđum eftir getnađ

 

Hér á eftir fer frétt á Rúv um ţetta mál (í hádeginu í dag), ţótt hún segi ekki jafn-mikiđ og sú óhuggulega upplifun ađ hlusta í hádegisfréttunum á gríđarleg fagnađarhróp fósturdeyđingasinna!

En sem betur fer eru repúblikanar hlynntir frumvarpinu í miklum meirihluta á ţinginu, og verđur atkvćđagreiđslan endurtekin ţrátt fyrir hin grófu bolabrögđ demókrata sem hafa alls ekki ţingfylgi til ađ tryggja dauđastefnu sinni meirihluta atkvćđa. 

En hér er Rúv-fréttin:

 • Rick Perry, ríkisstjóri í Texas í Bandaríkjunum, bođar til nýrrar atkvćđagreiđslu um umdeilt frumvarp sem takmarkar fóstureyđingar í ríkinu. Demókrötum í ríkisţingi Texas hafđi tekist ađ kveđa frumvarpiđ niđur međ ellefu tíma málţófi.
 • Wendy Davis, ţingmađur Demókrata á ríkisţingi Texas skaust skyndilega upp á stjörnuhiminn bandarískra stjórnmála í vikunni ţegar hún hélt ellefu tíma ţingrćđu til ţess ađ koma í veg fyrir ađ lög sem herđa mjög reglur um fóstureyđingar yrđu samţykkt.
 • Repúblikanar eru í miklum meirihluta á Texas-ţingi og öruggt ađ lögin hefđu veriđ samţykkt hefđi ekki komiđ til málţófsins. Samkvćmt nýju lögunum er bannađ ađ eyđa fóstri eftir tuttugu vikna međgöngu.
 • Strangar reglur eru í Texas gegn málţófi og Davis gat ađeins haldiđ orđinu međ ţví skilyrđi ađ hún gerđi alls ekkert hlé á máli sínu og stćđi upprétt allan tímann.
 • Andstćđingar laganna fjölmenntu á ţingpalla og ţegar Repúblikanar reyndu á síđustu stundu ađ samţykkja lögin fyrir ţingrof, örfáum mínútum fyrir miđnćtti, höfđu stuđningsmennirnir svo hátt ađ ómögulegt var ađ samţykkja eitt né neitt.  
 • Repúblikanar gefast ţó ekki upp. Rick Perry, ríkisstjóri Texas, hefur tilkynnt ađ bođađ verđi til annarrar atkvćđagreiđslu um lögin á sérstökum ţingfundi á mánudaginn. Ţá er ólíklegt ađ hann láti líđast annađ málţóf.  

Rauđa-Kína brýtur mannréttindi á börnum

Jafnvel hér hinum megin á hnettinum er ekki eins og viđ Íslendingar höfum ekki heyrt af eins barns reglunni hjá kínversku kommúnistastjórninni. Alrćđisstjórnir heimsins hafa "notiđ" mestrar ađstöđu til fólksfjöldastýringar og notađ sér ţađ óspart: Nazista-Ţýzkaland, Sovétríkin, Rauđa-Kína o.fl. ríki. 

Skemmdaráhrif fósturdeyđinganna sovésku eru ţvílík, ađ ţjóđin er enn ađ skreppa átakanlega saman, og Pútín og félagar hamast viđ ađ leita leiđa til ađ fjölga barneignum, gjarnan međ orţódoxu kirkjuna sem eđlilegan međmćlanda ţess.

Hér er á Mbl.is frétt af kínverskri konu, blindri, og ţeirri frétt veriđ miđlađ ađ austan, ađ hún hafi orđiđ ađ selja börn sín til ćttleiđingar, af ţví ađ hún hafi ekki haft efni á ađ borga skólagöngu ţeirra. Ekkert er hins vegar minnzt á, ađ yfirvöld ţar hafa bannađ fólki ađ eiga meira en eitt barn (ţótt eitthvađ sé reyndar fariđ ađ losna um ţá reglu; ef fyrsta barniđ er stúlka, mega foreldrarnir nú eignast annađ). Rannsókn "framkvćmd ... áriđ 1997 sýndi ađ 66 prósent kínverskra kvenna fara í ófrjósemisađgerđ eftir annađ barn" (sjá íslenzka háskólaritgerđ um ţetta hér, bls. 13; verđur vćntanlega sagt frá henni hér síđar).

Harkan í yfirvöldum ţar var gegndarlaus á síđustu áratugum 20. aldar, konur ţvingađar til ófrjósemisađgerđa og fóstur deydd miskunnarlaust, jafnvel beinlínis viđ fćđingu barna. Ţetta mun svo koma verst niđur á ţjóđinni ţegar líđur fram undir miđja öldina -- ţá mun svo sannarlega skapast ţrýstingur á "líknardráp" aldrađra vegna hlutfallslegs fámennis vinnandi kynslóđar, en fjölmennis ţeirrar elztu.

Međan lífsréttur barna er ekki virtur, er illa komiđ fyrir mannréttindum, og ţađ sama á líka viđ hér á landi, ţótt ekki hafi nema í undantekningartilfellum fariđ fram ţvingađar fosturdeyđingar. Hitt var hins vegar gert áratugum saman og ţađ skv. "lögum" (Vilmundarlögum landlćknis) ađ ţvinga ţroskaskert fólk til geldingar eđa ófrjósemisađgerđar, og var sú lagaklásúla jafnvel ekki afnumin fyrr en nýlega. Höfđu ýmis af ţeim ljótu málum komiđ í dagsljósiđ um eđa upp úr síđustu aldamótum og um ţessa hneisu skrifađ, og verđur eitthvađ af ţví rifjađ upp hér síđar.

En menn eiga ekki ađ trúa öllu sem frá Kína kemur. Ţetta er ofbeldis- og ofstjórnarríki sem hefur ofsótt Tíbeta o.fl. ţjóđir og ţjóđflokka, ennfremur ýmsa málsvara mannréttinda (jafnvel einn nýjasta Nóbelsverđlaunahafann -- og Norđmenn látnir gjalda Nóbelsverđlaunanna!), Falun Gong-menn, stúdenta o.fl.

JVJ. 


mbl.is Hefur selt fjögur börn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um bloggiđ

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • Fóstur 20 vikna
 • 20 vikna fóstur
 • ..._13_1299472
 • 1178324855adb16
 • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 78
 • Sl. sólarhring: 78
 • Sl. viku: 166
 • Frá upphafi: 32453

Annađ

 • Innlit í dag: 46
 • Innlit sl. viku: 99
 • Gestir í dag: 44
 • IP-tölur í dag: 43

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband