Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Brjóstagjöf mikilvæg fyrir allt lífsskeið okkar og samfélagið sjálft

 

  • Brjóstagjöf til lengri tíma leiðir til þess að börn verði sjálfstæðari þegar þau verða eldri, að sögn Arnheiðar Sigurðardóttur, aðjúnkts á heilbrigðisvísindasviði HÍ, og brjóstagjafarráðgjafa.
  • Hún segir að í brjóstamjólkinni séu efni sem styrkir varnarkerfi líkamans. „Ónæmiskerfi barnsins er að þroskast frá tveggja til fjögurra ára aldurs, eftir því hvaða sérfræðing þú spyrð,” segir Arnheiður. 

Þetta eru ánægjulegar áherzlur í stað þeirra einna sem miðast við að koma konum sem fyrst út á vinnumarkaðinn; en þáttur í þessu síðastnefnda er sú heilsufarslega ranga skoðun, að faðirinn eigi að hafa rétt á jafn löngu fæðingarorlofi og móðir barnsins, sem þó þarfnast einmitt mest sinnar móður.

  • Arnheiður segir að konur sem séu lengi með börn sín á brjósti verði fyrir fordómum í samfélaginu. „Við ættum að vera duglegri að hrósa konum sem eru lengi með börn á brjósti. Það er svo mikill sparnaður af þessu fyrir heilbrigðiskerfið," segir Arnheiður. (Aftur úr Mbl.is-fréttinni.)

Menn eiga að taka mark á því þegar vísindakona eins og Arnheiður talar um þetta grundvallandi mikilvæga mál fyrir allt lífsskeið okkar og samfélagið sjálft.

Þá má einnig minnast þess, að talið er, að brjóstagjöf virki sem e.k. náttúrleg getnaðarvörn (þetta er sett hér fram með fyrirvara, þar sem undirritaður er ekki þetta andatakið með þær heimildir tiltækar, þar sem þetta kom fram). Myndu þá sumir foreldrar vilja nýta sér þessa leið sem a.m.k. auka-valkost, af heilbrigðasta tagi, í sínum ábyrgu fjölskylduáætlunum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hrósa ætti konum fyrir brjóstagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barn á sinn lífsrétt, þótt foreldrarnir séu kornungir

Það brezka tilfelli, að 12 ára stúlka eignaðist barn um liðna helgi með 13 ára kærasta sínum, er sumum hneykslunarefni, en rétta viðhorfið er fjölskyldna þeirra sem ætla að styðja unga parið.

Fjaðrafok blaðakonu á Telegraph, Allison Pearson, yfir þessu máli í pistli hennar: 'Tólf ára móðir er ekki mál ljósmóðurinnar heldur lögreglunnar', er dæmigert fyrir stjórnsemi femínista og fráleitt að draga dreng, sem 12 ára getur barn með nánast jafnöldru sinni, fyrir dóm.

  • Pearson rifjar upp að í einu viðtali við fjölskyldumeðlim segi að ungu foreldrarnir hafi verið í sambandi í meira en ár, „svo þetta er ekkert stundargaman.“ Þá hafi komið fram að þau ætli sér að halda sambandi sínu áfram og ala barnið upp saman.
  • „Í sambandi? Fullorðin manneskja á í sambandi, tólf ára barn á leikjatölvu.“ (Mbl.is)

Þetta síðastnefnda er dæmigert um dómsýki og hlutverka-skipan forsjárhyggjufólks í málefnum sem því koma ekki við. Uppeldi litla barnsins verður aldrei á hendi foreldranna einna, heldur njóta þau allrar aðstoðar foreldra sinna og alls engin lausn að stofnanavæða þetta mál.

Ekki er að efa, að í tilfelli svo ungs pars, sem ætti barn í vændum, myndi kannski yfirgnæfandi fjöldi foreldra slíks pars reyna að þvinga það til fósturdeyðingar. En barn í móðurkviði á sinn lífsrétt. "Hands off!" gæti staðið hér, gegn fósturdeyðingamönnum :

  en þetta er í alvöru mynd af hendi 12 vikna fósturs.
mbl.is Skömm breyst í gleðilegt mont
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Fóstur 20 vikna
  • 20 vikna fóstur
  • ..._13_1299472
  • 1178324855adb16
  • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.12.): 77
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 165
  • Frá upphafi: 32452

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband