Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Fósturdeyðing vegna kyns!

Frétt var um þetta mál á Ruv.is í gær: Grunar að fólk láti eyða fóstri vegna kyns. Þar er sagt frá því að í Bretlandi gruni menn, að fólk frá löndum, þar sem þetta tíðkast, t.d. Indlandi og Kína, stundi það sama í Bretlandi.

 • Sumstaðar á Indlandi og í Kína þykir ákjósanlegra að eignast dreng en stúlku því grípa sumir til þess ráðs að láta eyða fóstri, komi í ljós að það sé kvenkyns. 
 • Jane Ellison, heilbrigðisráðherra, sagði lagasetninguna óþarfa, það væri ekki heimilt að eyða fóstri vegna kyns þess. Þingmenn hlynntir frumvarpinu sögðu lög um fóstureyðingu hins vegar óskýr, nauðsynlegt væri að taka sérstaklega fram að óheimilt sé að eyða fóstri á grundvelli kyns. Frumvarpinu var hafnað en ákveðið var að rannsaka tíðni kyndbundinnar fóstureyðingar í Bretlandi. (Ruv.is)

Ófædd börn eru ofsótt og í mörgum löndum ENGINN réttur gefinn gegn meintum rétti móðurinnar. Er þó fóstrið enginn lífeðlislegur partur af móðurinni sjálfri, heldur sjálfstæð lífvera með eigið blóðkerfi, eigið ónæmiskerfi, eigið DNA, eigin augu, eigin munn og eigin hendur og höfuð og eigin tilfinningar!


Myndband um líf ófædda barnsins

Þetta undurfallega myndband, með afar vel sungnu lagi með hálf-írskum hljóm, segir meira en mörg orð.  

(Stækkið myndina, t.d. með því að ýta samtímis á Control-takkann og á "+" (plús-takkann.)

Svo er hægt að skoða fleiri myndbönd við lok þessa!

(Áður birt á Krist.blog.is -- vef Kristinna stjórnmálasamtaka -- eina stjórnmálafélagsins sem berst fyrir lífsrétti ófæddra barna!)

 

 


Allt í lagi að vernda sumt ungviði, en ekki ...

Náttúruverndarsinnar berjast m.a. fyrir því, að ófædd pandadýr og afkvæmi fíla og margra smærri dýra verði vernduð. Þarna mismælti sig einhver, stuðaði frúna heldur betur, en var fljótur að "leiðrétta" sig og beindi þá spjótinu að öðrum fórnarlömbum:
Mynd frá Brian Myob.

 


Bezta gjöf lífsins

"Þetta árið fæ ég bestu gjöf allra tíma. Ég get ekki beðið,“ skrifar Timberla­ke við mynd af sjálf­um sér að smella kossi á búst­inn maga spúsu sinn­ar Jessicu Biel. (Mbl.is)

"Barnið er stærsta gjöf Guðs til heimsins og til fjölskyldunnar, til sérhvers okkar," sagði Móðir Teresa og margt fleira minnisstætt og gefandi um gildi lífs hinna ófæddu, sem hamingjusamir foreldrar bíða í eftirvæntingu að sjá og elska, hér í þessu ávarpi hennar, sem gleymir ekki hinum foreldrunum, sem líta ekki á hið ófædda barn sem velkomið: Kærleikurinn byrjar í fjölskyldunni - ávarp Móður Teresu til útifundar lífsverndarmanna í Lundúnum.

Og hér getið þið hlustað á Móður Teresu tala á stórri ráðstefnu, á kannski tæknilega ófullkominni upptöku ræðunnar (þótt orð hennar heyrist vel), en hver kemst ekki við að hlusta á þennan magnaða vitnisburð: Móðir Teresa talar um fósturdeyðingu sem höfnun á Jesú.

 


mbl.is Justin kyssir bumbuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Des. 2018
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ..._13_1299472
 • 1178324855adb16
 • IMG_0734
 • 11739650 10205367658365521 962682710 n
 • prolife7

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.12.): 1
 • Sl. sólarhring: 6
 • Sl. viku: 103
 • Frá upphafi: 27496

Annað

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 73
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband