Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015

Einhliða áróður fyrir óheftri árás á lífsrétt ófæddra barna

Rúv var með gersamlega einhliða frétt um fóstur(d)eyðingar í Speglinum á 7. tímanum í kvöld.* Þar var ekki rætt við neina nema femínista í KRFÍ sem vilja enn "frjálsari" fósturdeyðingar og það einfaldlega af því að konur vilji ekki barn! Það eigi að vera "ástæða" sem nægi!

Um þetta mál var fjallað í grein hér á Moggabloggi JVJ í gær (smellið): Líffræðileg lygi afvegaleidds Kven­­rétt­inda­fé­lags.

Sú "líffræðilega lygi", sem þar var talað um, er ítrekað endurtekin í þessum Spegils-þætti Rúv í kvöld. Enginn var þar málsvari sannleikans í því máli, hvað þá að þar væri nokkur til kallaður til varnar fyrir ófædd börn. Hefði þó verið hægur vandinn að tala t.d. við Huldu Jensdóttur, ljósmóður og fv. forstöðukonu Fæðingarheimilisins í Reykjavík, sem hefur hjálpað fjölda kvenna á erfiðum stundum lífsins án þess að leggja þeim hjálparhönd til að láta deyða það líf sem þær báru undir belti.

Mun mörgum blöskra, sem hlusta á þennan Spegilsþátt Rúvsins, hve létt þeim veitist þessum ungu konum að réttlæta fósturdeyðingu án nokkurrar minnstu ástæðu nema geðþótta og til að þjóna eigin þörf fyrir "kynfrelsi". Börnin eru svo þau, sem blæðir vegna þessa!

* http://ruv.is/frett/fostureydingar-eru-ekki-frjalsar


Hillary Clinton er enginn málsvari ófæddra fremur en Barack Obama

Hillary Clinton, sem tilkynnir nú framboð til forsetakjörs, hyggst ekki verða málsvari ófæddra. Það er margsannað; jafnvel hefur hún ekki treyst sér til að tjá sig um það, við hvaða aðstæður fósturdeyðingar seint á meðgöngunni skuli teljast löglegar. 

 • Every declared or likely Republican presidential candidate has expressed support for legislation that would ban most abortions later than 20 weeks after conception--or 5 months into pregnancy--when infants can feel pain and survive if born prematurely. But Hillary Clinton and her spokesman have declined to spell out Clinton's position on late-term abortion. [1]

Öldungadeildarþingmaðurinn frá Kentucky, Rand Paul, sem einnig hefur boðið sig fram til forsetaembættis Bandaríkjanna, bað fréttamenn að leggja þá spurningu fyrir formann þjóðarnefndar Demókataflokksins, Debbie Wasserman Schultz, "hvort henni finnst í lagi að deyða sjö punda barn [14 marka] sem komið er fram undir fæðingu.” Wasserman Schultz svaraði þannig, orðrétt:

 • “Here’s an answer. I support letting women and their doctors make this decision without government getting involved. Period. End of story.” Paul responded: “Sounds like her answer is yes, that she’s okay with killing a seven-pound baby.” [1]

Þar höfum við blóðuga afstöðu bandarískra demókrata í hnotskurn, og þetta er alveg í samræmi við afstöðu Obama forseta, sem fram til septemberloka 2012 hafði 231 sinni tekið afstöðu með því að styðja fósturdeyðingar eða stuðla að eyðingu mannlegs lífs. [2] Ennfremur hafði Obama sérstaklega áhyggjur af því, að löggjöfin Born Alive Infants Protection Act (BAIPA), sem verndar lífsfædd "fóstureydd" börn, gæti brotið í bága við réttindi kvenna eða réttindi fósturvígslækna! [3]

Árið 2005 sagði Hillary Clinton að "government should have no role" í þvi að takmarka réttinn til fóstureyðinga ...

 • "This decision, which is one of the most fundamental, difficult, and soul-searching decisions a woman and a family can make, is also one in which the government should have no role," Clinton said at the time. [1]

Ríkisvaldið eigi sem sé EKKERT að gera til að vernda ófætt líf að hennar áliti! Þó hefur hún við önnur tækifæri sagzt viljug til að styðja bann gegn fóstureyðingum seint á meðgöngu, þar á meðal s.k. "partial-birth abortions" (fósturdeyðingu þegar komið er að eða nánast í fæðingu, með hrikalegum drápsaðferðum), "so long as the health and life of the mother is protected," eins og hún sagði í baráttu sinni í öldungadeildarkosningunum í New York-ríki árið 2000.

The Weekly Standard spyr eðlilega:

Hillary Clinton on Voting Record

Voted liberal line on partial birth & harm to fetus
  Hillary’s votes all echo the liberal line in the Senate
 • She opposed the ban on partial birth abortions
 • She came down against criminalizing harm to a fetus during an attack on the mother
 • ...
Source: Condi vs. Hillary, by Dick Morris, p. 85-86 , Oct 11, 2005 [5]
 

Sjá einnig hér: Hillary Clinton tells UN: No human progress without abortion-on-demand [6]

Þar segir m.a.:

 • Addressing the United Nations for International Women’s Day, Clinton told her audience, “There is one lesson from the past, in particular, that we cannot afford to ignore: You cannot make progress on gender equality or broader human development, without safeguarding women’s reproductive health and rights.  That is a bedrock truth.” 
 • ...
 • Clinton said that even the United States, which has some of the most lenient abortion laws of any developed Western nation, falls short when it comes to giving women free access to abortion-on-demand.
 • “This remains the great unfinished business of the 21st century,” Clinton said. “No country in the world, including my own, has achieved full participation.”
 • Abortion access as a fundamental human right has long been a core principle for Mrs. Clinton.  On the very first day of her husband Bill Clinton’s presidency in 1993, which nearly coincided with the 20th anniversary of Roe v. Wade, she pushed him to sign five executive orders authorizing federal funding for and involvement with abortion – both of which had been banned under Presidents Bush and Reagan. 

 

Heimildir m.a.:

[1] http://www.weeklystandard.com/blogs/hillary-clinton-wont-spell-out-position-late-term-abortion_915350.html

[2] http://lifsrettur.blog.is/blog/lifsrettur/entry/1260444/

[3] http://lifsrettur.blog.is/blog/lifsrettur/entry/1454152/ = Hjúkrunarkona segir Obama styðja ungbarnadráp

[4] Sjá einnig hér: http://blog.is/forsida/leit/?author_id=33048&query=Obama
[5] http://www.ontheissues.org/Cabinet/Hillary_Clinton_Abortion.htm
[6] https://www.lifesitenews.com/news/hillary-clinton-tells-un-no-human-progress-without-abortion-on-demand
JVJ.

mbl.is Ég vil vera málsvari ykkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Júlí 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • Fóstur 20 vikna
 • 20 vikna fóstur
 • ..._13_1299472
 • 1178324855adb16
 • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.7.): 0
 • Sl. sólarhring: 13
 • Sl. viku: 473
 • Frá upphafi: 0

Annað

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 361
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband