Bloggfærslur mánaðarins, október 2016
Þriðjudagur, 25. október 2016
Vernd lífsins er enn á verkefnaskrá pólskra stjórnmálamanna
Að "þúsundir" Pólverja tóku á 2. degi þátt í mótmælum gegn lagafrumvarpi um fósturdeyðingar er lítið í 38 milljóna þjóð. Meintri "kúgun kirkjunnar" er raka- og gagnrýnislaust slegið upp í fyrirsögn Mbl.is um málið.
Stuðningur við núverandi stranga löggjöf er yfirgnæfandi, en þó er vitað, að meðal tæplega 2.000 tilfella fósturvíga árlega í Póllandi er sáralítill minnihluti vegna lífshættu móður. Víða, þar sem gert er ráð fyrir heimild til þessarar óhuggulegu aðgerðar vegna heilsu eða lífs móður, er tilhneigingin sú meðal ýmissa lækna og sjúkrastofnana að ganga lengra en lagabókstafurinn leyfir í raun. Herðing refsiákvæða í nýju frumvarpi helzt í hendur við þettra.
Vestrænir femínistar hafa engan skilning á gildi trúarinnar í hugum þess meirihluta Pólverja sem hafnar fósturdeyðingum undantekningalítið. En þar að auki hefur lengi verið breidd út þekking í fósturfræðum þar, meiri en hér meðal almennings.
Viðkomandi fylgjendur "kvenfrelsis" mættu hafa í huga, að annað hvert ófætt barn er meybarn!
Family Research Council collects sonograms and newborn photos for its "I´m Pro-Life Because..." campaign.
PS. Geta ber þess, að þvert á móti því sem ætla mætti af nýbirtri grein hér (Trump með lífinu ...) er uppi mikil óánægja meðal lífsverndarsinna við viðhorf hans einmitt í þessu máli, sbr. þessa samantekt um afstöðu hans og Hillary Clinton, sem er þó miklu öfgafyllri í fylgispekt sinni við fósturvígsstefnuna.
![]() |
Mótmæla kúgun kirkjunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fóstur, ófædd börn, fósturdeyðingar | Breytt 5.11.2016 kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 20. október 2016
Trump með lífinu - and that counts!
Augljóst er öllum lífsverndarsinnum, sem verja lífsrétt ófæddra barna, að Trump var þeirra maður í lokakappræðum forsetaframbjóðenda í Nevada í kvöld, en Clinton er fylgismaður "dauðamenningarinnar", enda hefur hún sýnt það í verki, rétt eins og Obama, með því að verja fósturdeyðingar allt fram undir fæðingu! Já, félegur frambjóðandi, sem margir Íslendingar munu þó styðja!
Skiptir þetta samt einhverju máli? Já, svo sannarlega! Með um 1.300.000 fósturvíg árlega er ljóst að með engri stjórnvaldsaðgerð einni væri unnt að bjarga jafnmörgum mannslífum eins og með takmörkun fósturdeyðinga. Ein helzta leið til þess væri breytt stefna Hæstaréttar Bandaríkjanna, og aðeins Trump er reiðubúinn til að skipa lífsverndarsinnaða dómara.
Þau voru spurð um sýn sína á Hæstarétt Bandaríkjanna, þar sem Clinton sagði kosningarnar í raun snúast um hvers konar land við viljum vera.
Þá ítrekaði hún að réttindi samkynhneigðra og kvenna mætti ekki skerða á ný.
Trump sagði Hæstarétt vera það sem þetta snýst allt saman um. Lofaði hann að skipa dómara sem væru andsnúnir fóstureyðingum sem myndu einnig verja rétt Bandaríkjamanna til vopnaburðar.
Ef þú ferð eftir því sem Hillary er að segja, þá geturðu tekið barnið og rifið barnið út úr kviði móðurinnar, rétt fyrir fæðingu barnsins, sagði Trump. (Mbl.is)
Hann lýsir þessu trúverðuglega, en þó ekki hálfum hryllingnum sem um er að ræða. En við þann hrylling eru Hillary Clinton og Obama fullkomlega sátt!
Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð Bandaríkjamanna við þessum parti kappræðnanna.
![]() |
Mun Trump ekki una niðurstöðunni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bandaríkin | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. október 2016
Ótrúleg skömm
er meðferð okkar á ófæddum Downs-heilkennis-börnum -- öll drepin!
Og það eru ekki bara læknarnir sem gera þetta: þeir fá foreldrana til þess með sér!
Glöggt er gests augað, hér sjáið þið brezka konu uppgötva þessa smán okkar:
Thought-provoking documentary from the mother of a child with Downs Syndrome, BBCs A World Without Downs Syndrome? Will put link to the full programme in comments but heres a short excerpt of the programme filmed in Iceland.
Down's syndrome | Breytt 10.10.2016 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. október 2016
Reynt með fagurgala að stuðla að fjölgun fósturdeyðinga í Póllandi
Innfjálg talar þingkona um "að öruggar fóstureyðingar séu nauðsynlegur þáttur í rétti kvenna til andlegs og líkamlegs sjálfstæðis." Þar er meintum hagsmunum móður att gegn lífshagsmunum afkvæmis hennar. Í reynd hefur móðir engan rétt til að ráðstafa lífi nokkurs barna sinna, hvorki fæddra né ófæddra.
Nú hyggjast pólskir þingmenn ekki gera undantekningu frá banni við fósturdeyðingum í tilfelli sifjaspella. Ófætt barn náinna skyldmenna ber enga ábyrgð á líferni þeirra og ætti að njóta fullkominna griða.
Konur á Austurvelli í gær báru m.a. skilti þar sem talað var um bann við fósturdeyðingum sem "stríð gegn konum", en fæstar, ef nokkrar geta kallazt fórnarlömb ágengra aðgerða stjórnvalda. Hins vegar fór Móðir Teresa með rétt mál, þegar hún talaði um fósturdeyðingar sem "stríð" gegn hinum ófæddu; í því stríði er milljónum að ósekju fórnað í hverjum mánuði.
Í bréfinu til pólskra þingmanna hvetur Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, þá til að "standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna," en ekki verður meintur réttur einnar mannlegrar veru til að taka líf annarrar saklausrar með neinni sanngirni kallaður eðlilegur.
Þeir, sem eru ábyrgir fyrir getnaði barns, eiga að bera sína ábyrgð: að taka við barninu og veita því sína umhyggju. Kynlíf átti aldrei að verða einskær leikur til nautnar án ábyrgðar.
Það er ekki "sjálfsákvörðunarréttur" að faðir löðrungi barn sitt, ekki fremur en það sé "sjálfsákvörðunarréttur" móður að láta enda líf einhvers barna sinna, hvort heldur fyrir eða eftir fæðingu.
Og læknastéttin á að sinna lækningum, ekki að framfylgja ranglátum dauðadómi yfir blásaklausum.
![]() |
Þetta skiptir okkur miklu máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fóstur, ófædd börn, fósturdeyðingar | Breytt s.d. kl. 05:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. október 2016
Nú reynir RÚV að blása til andstöðu við fósturverndarstefnu pólskra yfirvalda
Eftir aðför Fréttastofu RÚV að Sigmundi Davíð fundu Rúvarar sér nýtt mál að berjast fyrir: fósturdeyðingar í Póllandi, og láta sem mestu mótmæli sögunnar snúist um þær! - þekkja ekki Solidarnosc og baráttu þeirra alþýðusamtaka fyrir frelsi og réttindum verkalýðsstéttarinnar og pólsku þjóðarinnar gegn leppum Sovétríkjanna í kommúnistaflokki Póllands.
Um þetta mál var mikið og einhliða fjallað (enn einu sinni) í hádegisfréttum Rúv í dag og eftir þær í enn meiri mæli í þættinum Samfélagið. Hlutdrægni dagskrárkonunnar (Þórhildar Ólafsdóttur) í viðtali við tvær pólskar konur kom m.a. fram að í því, að hún býsnaðist yfir, að í Póllandi fengju konur ekki að "ráða yfir líkama sínum". En þetta er firra, því að líkami fóstursins er ekki líkami móðurinnar, enda er ófædda barnið með allt annað ónæmiskerfi, með aðra DNA-byggingu eða genasamsetningu, iðulega í öðrum blóðflokki og hefur vitaskuld sitt eigið hjarta, hendur, fætur og höfuð! Engin kona er stundum með tvö höfuð og aðra stundina með eitt!
Þar að auki ráða konur almennt sjálfar hvort þær verða þungaðar. Grátbroslegt var að heyra býsnazt yfir því, að getnaðarvarnir væru þeim of dýrar.
Nýlega var það fellt í pólska þinginu að leyfa fósturdeyðingar í stórum stíl, og er það vel.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Lífsréttur
Nýjustu færslur
- Beyoncé lærði samlíðan með ófæddu barni sínu sem dó. Hvenær l...
- Vert er minna á efnismikla grein um lífsverndarbaráttu á stjó...
- Aðsent frá konu sem sjálf hafði misst fóstur 22ja vikna
- Forn speki Hávamála um gildi lífs allra, þ.á m. alvarlega fat...
- Planned Parenthood lögsækir lífsverndarfólk vegna afhjúpana o...
- Femínistakonur, þið hafið verið blekktar!
- Dæmi um erfiða viðleitni lífsverndarsinna í USA (myndband frá...
- Jákvæðar fréttir: Trumpstjórnin tekur ríkisframlög af fósturv...
- Leggja til stjórnarskrárbrot með fósturvígsfrumvarpi
- Af Katrínu öfgafemínista og rétti ófæddra
- Katrín Jakobsdóttir í takmörkuðum tengslum við tilfinningar f...
- Mike Pence og Katrín Jakobsdóttir
- Stendur séra Bjarni Karlsson með Mike Pence í málefnum ófæddr...
- Skoðið myndina!
- Vanþekking er hættuleg -- skeinuhætt saklausum!
Færsluflokkar
- Abortion
- Bandaríkin
- Bloggar
- Bænir
- Börn og barneignir
- Down's syndrome
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fólksfjölgun og mannfækkun
- Fóstur, ófædd börn, fósturdeyðingar
- Heimskommúnisminn
- Kjaramál
- Konur, kvenréttindi
- Kvikmyndir
- Lífsrétturinn, mannréttindi
- Lífstíll
- Líknardráp (evþanasía)
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Vændi
- Öfgastefnur og hryðjuverk
Eldri færslur
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- Júlí 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
Tenglar
Mikilvægar greinar
- Fósturdeyðinga-ólögin nr.25/1975
- Um neyðargetnaðarvörn rangfærslum og lögleysu mótmælt Tveir starfsmenn heilbrigðiskerfisins fóru með staðlausa stafi, en eru kveðnir hér í kútinn
- Heilbrigt metnaðarmál Stutt grein, en mikilvæg ungu fólki
- Dr. William Liley: Minnsta mannsbarnið Kaflar úr grein eftir þennan lækni og prófessor í lífeðlisfræði ófæddra og nýfæddra barna
- Sir William Liley - ævi hans og störf að rannsóknum og lækningum á ófæddum börnum Liley er kallaður faðir fósturfræðinnar
- Móðir Teresa: Kærleikurinn byrjar í fjölskyldunni Ávarp Móður Teresu til útifundar lífsverndarmanna í Lundúnum
Lífsverndarmál
- Lífsvernd ófæddra er kristin skylda Grein JVJ í Fréttabl. 8.1.2019
- Lífsverndarmál, vefmappa á bloggsíðiu JVJ Tugir eða hundruð greina eða pistla sem fjalla um eða koma inn á þessi mál
- Lífsvernd, Facebókar-vefsíða 207 meðlimir 7.10.2013
- Facebókarsíða Valkosta - Samtaka um úrræði við ótímabærum þungunum Þetta er mjög lofsvert framtak (fyrst og fremst kvenna) til að bjóða upp á mannúðlegri úrræði en fósturdeyðingu
- Ófæddir, lífsvernd vefmappa á Krist.blog.is Hér er að finna marga tugi pistla um lífsverndarmál
- Myndir af fóstrum á vefsíðu Lífsverndar Lífsvernd (lifsvernd.is): samtök (að mestu kaþólsk) sem vinna með bænastarfi og fræðslu að lífsvernd ófæddra
- Fyrstu vikur lífsins Rekur þroskaferil mannslífs í móðurkviði (með mynd)
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
krist
-
jonvalurjensson
-
diva73
-
rosaadalsteinsdottir
-
tibsen
-
bassinn
-
arabina
-
zeriaph
-
emilkr
-
olafurthorisson
-
johanneliasson
-
einarbb
-
pallvil
-
heimirhilmars
-
valdimarjohannesson
-
bjartsynisflokkurinn
-
hannesgi
-
undirborginni
-
jonmagnusson
-
axelaxelsson
-
zumann
-
gmaria
-
thjodfylking
-
jensgud
-
jvj
-
mofi
-
omargeirsson
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
stendors
-
valur-arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.12.): 77
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 165
- Frá upphafi: 32452
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 98
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar