Bloggfćrslur mánađarins, mars 2016

Donald Trump stendur enn međ ófćddu börnunum

Don­ald Trump vill láta banna fóst­ur­víg nema í vissum und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um og refsa ţeim sem fram­kvćma ólög­leg fóst­ur­víg, en hef­ur dregiđ til baka ţau um­mćli ađ grípa ţyrfti til refs­ing­ar fyr­ir kon­ur sem fćru í ólög­legt fóst­ur­víg. 

Hann leggur ţó áherzlu á, ađ afstađa hans sé í meginatriđum óbreytt, sam­kvćmt frétt breska rík­is­út­varps­ins BBC. Fóst­ur­deyđing­ar, sem leyfđar hafa veriđ í Banda­ríkj­un­um frá ár­inu 1973, vill Trump láta banna ađ miklu leyti, ţótt áđur hafi hann stutt stefnu ráđandi ađila í Demó­krataflokknum, sem voru og eru eindregiđ hlynntir fósturdeyđingum, jafnvel (eins og Hillary Clinton og Obama sjálfur) allt fram ađ lokum 9. mánađar međgöngu.

En nú er Trump međal fleiri frammámanna í Re­públi­kana­flokknum sem vilja (Guđi sé lof) stórlega fćkka ţessum hlífđarlausu árásum á mannlegt líf í móđurkviđi.


mbl.is Konunum verđi ekki refsađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Ţađ á ekki ađ vera hlutverk ríkisspítala ađ standa í kembileit" ađ fóstrum međ fötlun í ţví skyni ađ drepa ţau

Heimsmet okkar í skimun eftir Downs-fóstrum (margfaldri hér á viđ önnur lönd) er orđiđ okkur til skammar á alţjóđavettvangi. Viđtal Sjónvarpsins s.l. kvöld viđ formann áhugafólks um Downs-heilkenniđ leiddi ţetta skýrt í ljós.
 
En í stađ ţess ađ skammast sín eru spítalayfirvöld "nú ađ skođa hvort taka eigi upp nýja ađferđ viđ fóst­ur­skimun á Land­spít­al­an­um, LSH, svo­kallađa NIPT-ađferđ," eins og segir í Mbl.is-frétt 2. ţ.m., sem sé ekkert slegiđ af baráttunni gegn Downs-fóstrum, heldur stendur ţvert á móti til ađ herđa hana enn meir og spara ekki til ţess ný útgjöld!
 
Ţórdís Ingadóttir, dósent í löfrćđi viđ HR, er formađur Downs-félagsins, en dóttir hennar Ágústa Hlín var eitt ţriggja barna sem fćddust međ ţetta heilkenni áriđ 2009. En Ţírdís segir, ađ ţađ hafi ekki veriđ áfall, en veit ađ margir sem fá slíkt áfall, "sem er alveg skiljanlegt í ţessu samfélagi ţar sem er svo mikiđ stigma gegn ţessu.“

Og ţetta "stigmasýnir sig í afleiđingunum:

 • Áttatíu prósent íslenskra kvenna velja ađ láta skima fyrir Downs-heilkenni á međgöngu sem er meiri ţátttaka en ţekkist í nágrannalöndum. Til dćmis má nefna ađ 50 prósent kvenna í Svíţjóđ fara í skimun og 30 prósent kvenna í Hollandi. 
 • Fariđ var ađ skima hér á land um síđustu aldamót og síđan ţá hefur fólki međ Downs fćkkađ. Tvö börn hafa fćđst á ári á liđnum fjórum árum.   
 • Á sama tíma hefur fóstureyđinum fjölgađ. Til dćmis greindust áriđ 2013 fimmtán fóstur međ Downs og var ţeim öllum eytt.  Ţađ ár fćddust tvö börn međ Downs.   

Og Ţórdís bendir á ţađ, hve viđ skrum okkur úr hér:

Ţessi mikla ţátttaka hefur vakiđ athygli út fyrir landsteinana og er breska ríkisútvarpiđ BBC ađ gera sjónvarpsţátt ţar sem ţetta er tekiđ fyrir. 

„Ţetta er eitt af ţví sem viđ Íslendingar eigum heimsmet í og eitthvađ sem ég er ekki stolt af sem hluti af ţessu samfélagi.“ (Mbl.is)

Ţórdísi óskar eftir mikilli umrćđu um ţetta. Og hún segir um nýju tćknina, sem til stendur ađ nota á Landspítalanum til ađ greina litningagalla í fóstri og leitar betur uppi fóstur međ Downs (leturbr. jvj):

„Viđ erum međ hér á heimsvísu međ skimun og fórstureyđingar á fötluđu fólki svo ađ ég held ađ ţađ geti bara ekki fariđ af stađ nema ađ endurskođa alla verkferla eins og ţeir eru í dag.“

„Viđ erum alveg komin ađ mörkum friđhelgi einkalífs ef heilbrigđisstétt er aftur og aftur ađ bjóđa konu í fóstureyđingu og fósturskimun út af einhverju ástandi fósturs sem ţau telja hćttu á.“

„Og ţađ á ekki ađ vera hlutverk ríkisspítala ađ standa í slíkri kembileit.“
 

Downs-heil­kennis-börn eru yndisleg rétt eins og önnur börn, viđ sáum ţađ t.d. á myndum af Ágústu Hlín, dóttur Ţórdísar, í sjónvarpsfréttunum, sbr. einnig hér á Rúv-vefnum. Ţórdís undrast ofuráherzluna á ţessa leit (leit til deyđingar!) og segir ađ "ýms­um siđferđileg­um spurn­ing­um ţurfi ađ svara áđur en ný ađferđ verđi tek­in upp."

En sjáiđ líka ţessa afhjúpandi frétt:

Fatlađir voru metnir til fjár

Kostnađur viđ einstaklinga međ Downs-heilkenni var reiknađur út áđur en ákveđiđ var ađ bjóđa öllum konum fósturskimun. Siđferđilega hliđin var ekki skođuđ ađ ráđi fyrr en síđar, segir doktor viđ Háskóla Íslands. (Miklu nánar hér: Fatlađir voru metnir til fjár!!)


mbl.is LSH skođar nýja skimun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evrópuţingiđ hafnađi líknardrápi

Ýmsir róttćkir, m.a. sumir ESB-sinnar, vilja lögleiđa líknardráp. Ćtli ţeir hafi lesiđ ţessa frétt: 

Páfagarđur gleđst yfir ţví ađ Evrópuţingiđ hafnađi líknardrápi

Páfastóll gleđst yfir nýlegri samţykkt Evrópuţingsins sem vill láta banna líknardráp. "Líknardráp í ţeim skilningi ađ í ţví felist ađ viljandi sé bundinn endi á líf persónu sem er öđrum háđ, annađhvort međ verknađi eđa athafnaleysi, viđkomandi til heilla, ađ ţví er sagt er, verđur alltaf ađ vera óleyfilegt," segir í samţykktinni.

Aldo Giordano, fastur áheyrnarfulltrúi Páfastóls hjá Evrópuráđinu í Strassburg, lagđi áherslu á mikilvćgi ţessarar ákvörđunar í viđtali viđ útvarp Vatíkansins. Lífiđ rćđur alltaf í vafatilfellum. Ţessi ákvörđun Evrópuţingsins endurspeglar í grundvallaratriđum aldalanga reynslu, "lögmál sögu okkar," sagđi fulltrúi Páfastóls. Hann sagđist vona ađ ţessi höfnun líknardráps hjá Evrópuţinginu "verđi einnig grundvallarviđmiđ í lagatúlkun Mannréttindadómstóls Evrópu". Giordano líur svo á ađ ţarna sé um menningarlegan vendipunkt ađ rćđa í álfunni.

Kaţólska kirkjublađiđ, marz/apríl 2012. (Ekki eftir mig, JVJ.)


Um bloggiđ

Lífsréttur

Höfundur

Lífsréttur
Lífsréttur

Information service about life issues – upplýsingaþjónusta um lífsverndarmál lifsrettur@yahoo.com - sjá nánar á höfundarsíðu (an English summary too). +netfang/e-mail: jvjensson@gmail.com

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • Fóstur 20 vikna
 • 20 vikna fóstur
 • ..._13_1299472
 • 1178324855adb16
 • IMG_0734

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 77
 • Sl. sólarhring: 77
 • Sl. viku: 165
 • Frá upphafi: 32452

Annađ

 • Innlit í dag: 45
 • Innlit sl. viku: 98
 • Gestir í dag: 43
 • IP-tölur í dag: 42

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband