Bloggfærslur mánaðarins, september 2017
Fimmtudagur, 21. september 2017
Leit til að líkna og lækna eða "search and kill"? - hvort viljum við? Hvað vill kirkjan?
Hringurinn, kvenfélag, hefur enn á ný af rausnarhug gefið Landspítalanum dýrmæt rannsókna- og lækningatæki, tvö ómtæki í þetta sinn að verðmæti 21 millj. kr.
Árlega eru framkvæmdar á milli 10-11 þúsund ómskoðanir á fósturgreiningardeild Landspítalans og á hverju ári greinast 50 til 70 fósturgallar og skiptir þá máli að hafa góðan tækjabúnað.
Þétt eftirlit er með fóstrum sem eiga erfitt uppdráttar í móðurkviði m.a. vegna vaxtarseinkunar eða veikinda móður. (Mbl.is)
Nú getur orðið veruleg framför í þessum efnum, en í fréttatilkynningu frá Landspítalanum segir að "nýju tækin auðveld(i) til muna flóknari ómskoðanir, líkt og blóðflæðimælingar bæði í naflastreng og í kolli fósturs þar sem tækin eru mun betri en þau sem fyrir voru." Þá verði auk þess hægt að fjölga skoðunarstofum úr fimm í sex með tilkomu nýju tækjanna. Mbl.is segir frá.
En með sorglega reynslu í huga, þ.e. af mörgum ómskoðunum síðustu áratuga, þar sem upplýsingar um vissa veikleika og galla í hinum ófæddu, ekki sízt Downs-heilkennis-einstaklingum, þá er eðlilegt að menn hafi áhyggjur af því, hvernig þarna verður farið með tæknina. Verður hún notuð í þágu lífsins, til að hjálpa og lækna, eða stendur enn til að leita uppi meinta ágalla í hinum ófæddu -- eins og þá sem þeir grimmustu myndu telja koma fram í þessari fallegu persónu -- og til þess síðan að svipta viðkomandi lífi, jafnvel með kvalafullum hætti?
Já, þetta síðastnefnda hefur verið stundað á Landspítala Íslands um langt árabil, unz nú er svo komið, að langflestum Downs-börnum er þar "eytt" (sjá efnisflokks-tengilinn hér neðar til að lesa fleiri greinar um það), jafnvel svo, að það er orðið landi og þjóð til skammar og opinbers hnjóðs í erlendum fjölmiðlum!
En hvernig tekur t.d. kirkjan á þessum málum? Stór kirkjusamfélög eins og þau kaþólsku og hvítasunnukirkjan, samtals með um 1800 milljónir meðlima, hafa lýst yfir samstöðu sinni með þeim ófæddu. En hvað um "Þjóðkirkjuna okkar", hefur hún þagað um málið?
Nei, það hefur hún ekki. Þessi var einróma samþykkt Kirkjuþings 1988:
"Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi.
Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti ..."
Og í skjölum sama Kirkjuþings árið 1987, þ.e. í greinargerð með ofangreindri samþykkt, segir sömuleiðis orðrétt:
"Kirkjuþing telur því brýna nauðsyn bera til, að lög kveði á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir sem eftir fæðingu."
Og ekki nóg með það, heldur einnig þetta:
"Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki framkvæma í öðru augnamiði en því að verða að liði, lækna, sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má aldrei vaka fyrir að svipta barnið lífi, virðist eitthvað að."
Já, þetta er yfirlýst stefna Þjóðkirkjunnar, og hjúkrunarfólk og læknar mættu gjarnan hafa það í huga, ekki síður en foreldrar. Fyrst ætti reyndar skyldan að brenna á yfirstjórn Þjóðkirkjunnar að halda þessari lífsverndar-stefnumótun á lofti, og það á við um biskupa hennar öðrum fremur, vilji þeir teljast marktækir í siðferðislegri leiðsögn. Sólveig Lára, vígslubiskup á Hólum, hefur reyndar bæði á félagsvettvangi (í Lífsvon, samtökum til verndar ófæddum börnum) og í skrifum sínum unnið beinlínis í þágu ófæddra.
En hvað um Agnesi Sigurðardóttur, biskup Íslands? Af henni er þá sorgarsögu að segja, að hún hefur opinberlega brugðizt bæði ófæddum börnum og sinni eigin Þjóðkirkju, þ.e.a.s. stefnumótun bæði Kirkjuþings og Prestastefnu í þessu máli. Um það geta menn sannfærzt með því að lesa þessa hrikalegu samantekt um skelfilegar yfirlýsingar Agnesar.
JVJ.
![]() |
Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Down's syndrome | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. september 2017
Formleg stefna Þjóðkirkjunnar um fóstureyðingar
Þessi var einróma samþykkt Kirkjuþings 1988:
"Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi.
Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti.
Kirkjuþing skírskotar til frumvarpa um breytingu á lögum nr. 25 frá 22. maí 1975 og lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sem flutt hafa verið, og frumvarps sem boðað er.
Vill Kirkjuþing skora á Alþingi að breyta umræddum lögum í þá veru, að friðhelgi mannlegs lífs sé viðurkennd."
Og í skjölum sama Kirkjuþings árið 1987, þ.e. í greinargerð með ofangreindri samþykkt, segir sömuleiðis orðrétt:
"Kirkjuþing telur því brýna nauðsyn bera til, að lög kveði á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir sem eftir fæðingu."
Og ekki nóg með það, heldur einnig þetta:
"Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki framkvæma í öðru augnamiði en því að verða að liði, lækna, sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má aldrei vaka fyrir að svipta barnið lífi, virðist eitthvað að." (Þetta sýnir, að Kirkjuþing var EKKI aðeins að verja fóstur eða ófædd börn, sem send eru í dauðann "af félagslegum ástæðum", og hin látin liggja óbætt hjá garði, þ.e. óvarin. Þjóðkirkjan vill með þessari samþykkt verja þau líka, sem fötluð kunna að vera. JVJ.)
Prestastefna Íslands, sem lauk í Langholtskirkju 24. júní 1988, tók undir þessa ályktun kirkjuþings 1987 varðandi lög um fóstureyðingar.
En nú eru reyndar allmargir þjóðkirkjumenn, jafnvel í ólíklegustum stöðum, sem óvirða þessar samþykktir þeirra eigin kirkju! Sjá nánar hér: http://krist.blog.is/blog/krist/entry/1455763/
Hvað er nú til ráða fyrir lífsverndarsinnaða menn í landinu? Komið með ykkar hugmyndir!
Lífsrétturinn, mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. september 2017
Viðvörun gegn tillögu í Mannréttindanefnd SÞ um að skylda þjóðir til fóstureyðinga og líknardrápa
WARNING: a UN Committee to Impose Abortion and Euthanasia |
|
Lífsrétturinn, mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Lífsréttur
Nýjustu færslur
- Beyoncé lærði samlíðan með ófæddu barni sínu sem dó. Hvenær l...
- Vert er minna á efnismikla grein um lífsverndarbaráttu á stjó...
- Aðsent frá konu sem sjálf hafði misst fóstur 22ja vikna
- Forn speki Hávamála um gildi lífs allra, þ.á m. alvarlega fat...
- Planned Parenthood lögsækir lífsverndarfólk vegna afhjúpana o...
- Femínistakonur, þið hafið verið blekktar!
- Dæmi um erfiða viðleitni lífsverndarsinna í USA (myndband frá...
- Jákvæðar fréttir: Trumpstjórnin tekur ríkisframlög af fósturv...
- Leggja til stjórnarskrárbrot með fósturvígsfrumvarpi
- Af Katrínu öfgafemínista og rétti ófæddra
- Katrín Jakobsdóttir í takmörkuðum tengslum við tilfinningar f...
- Mike Pence og Katrín Jakobsdóttir
- Stendur séra Bjarni Karlsson með Mike Pence í málefnum ófæddr...
- Skoðið myndina!
- Vanþekking er hættuleg -- skeinuhætt saklausum!
Færsluflokkar
- Abortion
- Bandaríkin
- Bloggar
- Bænir
- Börn og barneignir
- Down's syndrome
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fólksfjölgun og mannfækkun
- Fóstur, ófædd börn, fósturdeyðingar
- Heimskommúnisminn
- Kjaramál
- Konur, kvenréttindi
- Kvikmyndir
- Lífsrétturinn, mannréttindi
- Lífstíll
- Líknardráp (evþanasía)
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Vændi
- Öfgastefnur og hryðjuverk
Eldri færslur
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- Júlí 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
Tenglar
Mikilvægar greinar
- Fósturdeyðinga-ólögin nr.25/1975
- Um neyðargetnaðarvörn rangfærslum og lögleysu mótmælt Tveir starfsmenn heilbrigðiskerfisins fóru með staðlausa stafi, en eru kveðnir hér í kútinn
- Heilbrigt metnaðarmál Stutt grein, en mikilvæg ungu fólki
- Dr. William Liley: Minnsta mannsbarnið Kaflar úr grein eftir þennan lækni og prófessor í lífeðlisfræði ófæddra og nýfæddra barna
- Sir William Liley - ævi hans og störf að rannsóknum og lækningum á ófæddum börnum Liley er kallaður faðir fósturfræðinnar
- Móðir Teresa: Kærleikurinn byrjar í fjölskyldunni Ávarp Móður Teresu til útifundar lífsverndarmanna í Lundúnum
Lífsverndarmál
- Lífsvernd ófæddra er kristin skylda Grein JVJ í Fréttabl. 8.1.2019
- Lífsverndarmál, vefmappa á bloggsíðiu JVJ Tugir eða hundruð greina eða pistla sem fjalla um eða koma inn á þessi mál
- Lífsvernd, Facebókar-vefsíða 207 meðlimir 7.10.2013
- Facebókarsíða Valkosta - Samtaka um úrræði við ótímabærum þungunum Þetta er mjög lofsvert framtak (fyrst og fremst kvenna) til að bjóða upp á mannúðlegri úrræði en fósturdeyðingu
- Ófæddir, lífsvernd vefmappa á Krist.blog.is Hér er að finna marga tugi pistla um lífsverndarmál
- Myndir af fóstrum á vefsíðu Lífsverndar Lífsvernd (lifsvernd.is): samtök (að mestu kaþólsk) sem vinna með bænastarfi og fræðslu að lífsvernd ófæddra
- Fyrstu vikur lífsins Rekur þroskaferil mannslífs í móðurkviði (með mynd)
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
krist
-
jonvalurjensson
-
diva73
-
rosaadalsteinsdottir
-
tibsen
-
bassinn
-
arabina
-
zeriaph
-
emilkr
-
olafurthorisson
-
johanneliasson
-
einarbb
-
pallvil
-
heimirhilmars
-
valdimarjohannesson
-
bjartsynisflokkurinn
-
hannesgi
-
undirborginni
-
jonmagnusson
-
axelaxelsson
-
zumann
-
gmaria
-
thjodfylking
-
jensgud
-
jvj
-
mofi
-
omargeirsson
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
stendors
-
valur-arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.12.): 78
- Sl. sólarhring: 78
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 32453
Annað
- Innlit í dag: 46
- Innlit sl. viku: 99
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar